Flokkarnir frammi fyrir fólki með þroskahömlun
21.10.2016
Þetta er í fyrsta skipti sem félag fólks með þroskahömlun efnir til eigin pallborðsumræðna í beinni útsendingu í sjónvarpi hér á landi – og er verkefnið unnið í samvinnu við sjónvarpsstöðina Hringbraut og sýnt þar beint mánudagskvöldið 24. október frá klukkan 17:30 til 19:30.
Verkefnið er samstarfsverkefni Átaks, félag fólks með þroskahömlun, sjónvarpsþáttarins Með okkar augum og Sendiherra Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
Fundarstjóri er sjónvarpsmaðurinn Andri Freyr Hilmarsson.
Þær Katrín Guðrún Tryggvadóttir og Ína Own Valsdóttir verða spyrlar fundarins og voru lagðar fyrir þær nokkrar spurningar um fundinn og tilgang hans.