Matar- og framleiðslubraut í Fjölmennt

Dagný, Ýmir og Alexandra reiða fram rétti dagsins
Dagný, Ýmir og Alexandra reiða fram rétti dagsins

Á haustönn er kennd námsbrautin Matar- og framreiðslubraut og hófst námið í byrjun september. Brautin er hugsuð fyrir þau sem vilja öðlast reynslu og fá undirbúning í því að matreiða og framreiða mat fyrir eldhús og mötuneyti.

Námið er verklegt og bóklegt nám en einnig eru vettvangsferðir og starfsþjálfun á áætlun brautarinnar.

Í náminu fá nemendur fræðslu um t.d. meðferð matvæla, hreinlæti og að verða sterkari starfsmenn. Einnig er verkleg kennsla þar sem áhersla er á að læra rétt vinnubrögð, framreiðslu, frágang í eldhúsi og þjálfun í að matreiða einfalda, holla og fjölbreytta rétti. Nemendur Matar og framreiðslubrautar mæta þrisvar til fjórum sinnum í viku og er kennslutímabil námsbrautar 13 vikur.

Námsbrautin er unnin í samstarfi við Atvinnu með stuðningi.