Fatlaðir standa á hliðarlínunni og einangrast

Á myndinni eru Helga Gísladóttir forstöðukona Fjölmenntar og Hildur Betty Kristjánsdóttir framkvæmda…
Á myndinni eru Helga Gísladóttir forstöðukona Fjölmenntar og Hildur Betty Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins

Í grein sem birtist í Gátt, veftímarit um fullorðinsfræðslu, er fjallað um náms- og starfstækifæri sem standa fötluðum til boða.

Úttekt stendur yfir á þeim náms- og starfstækifærum sem stendur fötluðu fólki til boða bæði hvað varðar menntun og þátttöku á vinnumarkaði á Íslandi. Markmiðið er að þeir standi jafnfætis öðrum þjóðfélagshópum. Tilföngin eru til staðar en sérfræðingarnir tuttugu í hópnum sem vinnur að úttekt á stöðu mála telja að þörf sé á auknu samstarfi. Leggja verður meiri áherslu á að gera framtíðaráætlanir við upphaf skólagöngu. Í dag er ungt fólk oft á núllpunkti að loknu námi í framhaldsskóla og því stendur ekkert til boða. Starfshópurinn vonast til að úrbætum verði hrint í framkvæmd þegar haustið 2023.

Í greininni er viðtal við Helgu Gísladóttur, forstöðumann Fjölmenntar og Hildi Betty Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.  Fjölmennt og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins gerðu í fyrra haust samning um hæfnigreiningu þriggja starfa og heldur sú vinna áfram í haust.

Smelltu hér til þess að lesa greinina á vef Gáttar