Finnst þér gaman að skrifa eða brennur þú fyrir aðgengi fatlaðs fólks í rafrænum heimi

Átak félag fólks með þroskahömlun og aðrar skyldar raskanir stendur fyrir ýmsum viðburðum í nóvemeber.

3. nóvember: Ritsmiðja á vegum Sunnu Dísar Másdóttur, rithöfundar Kl. 19:00 - 21:00.
Ef þér finnst gaman að skrifa texta, ljóð, sögur eða hvað sem er, væri sérlega gaman ef þú mættir á þennan viðburð. Sunna Dís rithöfundur sýnir félögum hvernig megi virkja sköpunargáfuna og skrifa um heima og geima.

Staðsetning: Háaleitisbraut 4. Hæð.

Skráðu þig með því að senda tölvupóst: atak@throskahjalp.is

17. nóvember: Félagafundur - Aðgengi fatlaðs fólks að rafrænum heimi Kl. 20:00 – 21:30.

Inga Björk Bjarnadóttir aktívisti og verkefnastjóri hjá Þroskahjálp heldur fyrirlestur um af hverju það skiptir máli að tækni sé aðgengileg fyrir fatlað fólk. Hún ræðir sérstaklega um réttindi fatlaðs fólks í því sambandi og rafræn skilríki.

Staðsetning : Háaleitisbraut 4. hæð.

Átak auglýsir einnig eftir tilnefningum til Frikkans, heiðurverðlaun Átaks sem veitt eru í desember ár hvert.

Hér er hægt að lesa meira um starfsemi Átaks www.lesa.is og einnig má finna félagið á facebook, Instagram og Twitter