Fjölmennt á tímum Covid-19

Námskeiðshald hefst í Fjölmennt þriðjudaginn 25. ágúst. Bréf til þátttakenda með staðfestingu námskeiðsplássa voru send í síðustu viku og vonandi hafa þau borist til allra. Kennarar eru þessa dagana að hringja í þátttakendur/umboðsmenn eins og venja er áður en námskeið hefjast.

Vegna Covid-19 er ekki hægt að hafa starfsemina með venjulegum hætti þessa önnina. Engin fjölmenn námskeið eru haldin. Fyrir utan einkakennslu er algengast að 2-3 þátttakendur séu á hverju námskeiði. Skipta þurfti stærri hópum og af þeim sökum fá sumir bara námskeið hálfa önnina.

Sóttvarnir í Fjölmennt

  • Gert er ráð fyrir að hægt sé að halda eins metra reglu milli þátttakenda á námskeiðum eins og farið er fram á í skólastofnunum.
  • Gerðar eru ráðstafanir í móttökurými sem tryggja fjarlægð á milli einstaklinga.
  • Gott aðgengi er að handþvotti og þátttakendur eru beðnir um að nota handspritt við komu á námskeið. Nemandi getur einnig fengið grímu og hanska óski hann þess.
  • Gætt er fyllsta hreinlætis, borð, kennslutæki og áhöld sem notuð eru við kennslu eru sótthreinsuð milli námskeiða. Reglulega eru sótthreinsuð yfirborð sem margir snerta t.d. hurðarhúnar.
  • Starfsfólk notar grímur og hanska í þeim tilfellum þar sem erfitt er að halda eins metra  fjarlægð.

Mikilvæg skilaboð til þátttakenda á námskeiðum

Mikilvægt er að þátttakandi mæti ekki á námskeið ef hann finnur fyrir einkennum sem gætu stafað af COVID-19. Einkenni eru lík venjulegri flensu: Hiti, hósti, bein- og vöðvaverkir og þreyta.

Við vitum ekki hversu lengi þetta ástand varir. Reglur frá yfirvöldum eru í stöðugu endurmati og munum við að sjálfsögðu fylgja þeim, hvort heldur að reglur verði hertar eða í átt að eðlilegu ástandi. Nemendur/talsmenn verða látnir vita með eins góðum fyrirvara og hægt er ef breytingar verða á skipulagi kennslu.

 

Með bestu kveðju,

Helga Gísladóttir

forstöðumaður