Geðrækt - Sumarnámskeið

Grillum saman og njótum

Á námskeiðinu verður elduð og borðuð létt og litrík tveggja rétta grillmáltíð sem þátttakendur undirbúa saman, njóta þess síðan að borða og eiga góða samverustund.
Tekið mið af því að þetta sé eitthvað sem allir geti tekið þátt í og allir hafi efni á.

Verð kr. 4.000

Tímasetning: 7. júní 2016 kl. 15:00-18:00. Námskeiðið verður haldið í Dvöl, Reynihvammi 43, Kópavogi.

Sótt er um með tölvupósti til annafs@fjolmennt.is og er umsóknarfrestur til 27. maí n.k. 

 

Myndlist á Kjarvalsstöðum

Á Kjarvalsstöðum stendur yfir sýningin Hugur og heimur Kjarvals. kjarvalsstaðir logo

Í fyrri hluta námskeiðins eru skoðuð lykilverk frá ferli listamannsins og helstu viðfangsefni og upplifun hans á náttúru Íslands könnuð. 

Farið er yfir lífshlaup Kjarvals og ferils hans sem sem listmálara.

Í seinni hluta námskeiðsins gefst þátttakendum kostur á að velja sér eitt verk á sýningunni sem þeir vinna síðan með í Hugmyndasmiðju safnsins.

Þar verða gerðar tilraunir með  þá vatnslitatækni sem Kjarval notaði í landslagsverkum sínum og skapaður vettvangur, fyrir þá sem vilja, til samræðu um upplifun hvers og eins af sýningunni og því verki sem valið var til að vinna með.

Verð kr. 2.000 

Námskeiðið verður haldið á Kjarvalsstöðum, Flókagötu 24, Reykjavík, fimmtudaginn 9. júní kl. 13:30 – 16:00. 

Sótt er um með tölvupósti til annafs@fjolmennt.is og er umsóknarfrestur til 27. maí n.k. 

  

Nestisbiti í lautarferðina.

Námskeið fyrir þá sem hafa áhuga á að útbúa hollan, góðan og einfaldan nestisbita sem gott er að taka með í lautarferðina. lautarferð logo

Þessir nestisbitar henta líka í alls konar útivist eins og göngutúra, fjallgöngu eða hjólaferðina.

Njótum þess að vera úti í náttúrunni með gott nesti og í góðum félagsskap.

Í boði eru tvær tímasetingar: Fimmtudagur 9. Júní kl. 15:00-17:00 eða þriðjudagur 14. Júní kl.15:00-17:00.

Vinsamlegast takið fram í umsókninni hvor tíminn hentar.

Verð kr. 2.000

Námskeiðið verður haldið í Dvöl, Reynihvammi 43, Kópavogi.

Sótt er um með tölvupósti til annafs@fjolmennt.is og er umsóknarfrestur til 27. maí n.k.