Fræðsla fyrir starfsfólk í búsetuþjónustu og aðstandendur
07.10.2019
Stjórnendur og starfsfólk í búsetuþjónustu ásamt aðstandendum geta nú sótt um fræðslu um notkun spjaldtölvu í daglegu lífi með því að fylla út eftirfarandi umsókn:
Fræðslan er ætluð til að auka möguleika þátttakenda á spjaldtölvunámskeiðum hjá Fjölmennt til að nýta sér námið í daglegu lífi. Tenglar þátttakenda sem hafa áður verið á spjaldtölvunámskeiði sem og aðrir sem vilja vinna að frekari eftirfylgni heima eru einnig hvattir til að sækja um fræðslu.
Þegar umsókn hefur verið móttekin verður haft samband við umsækjanda til að ákveða nánar tíma og staðsetningu fyrir fræðsluna.