Fræðslufundir á haustönninni - Fyrir starfsfólk á heimilum og aðstandendur

Fræðslufundir um úrval helstu smáforrita sem unnið er með í Fjölmennt
Fræðslufundir um úrval helstu smáforrita sem unnið er með í Fjölmennt

Boðið verður upp á þrjá fræðslufundi á þessari önn þar sem kynnt verður úrval helstu smáforrita sem unnið er með á spjaldtölvunámskeiðum í Fjölmennt.

 

Fræðslufundirnir eru hugsaðir fyrir starfsfólk á heimilum og aðstandendur þeirra sem skráðir eru á spjaldtölvunámskeið á þessari önn ásamt tenglum þeirra sem áður hafa verið skráðir á slíkt námskeið hjá Fjölmennt.

 

Markmið fræðslufundanna er að starfsfólk og aðstandendur verði betur í stakk búin til að vinna með spjaldtölvuna og þar með að tryggja að námið hjá Fjölmennt nýtist þátttakendum í daglegu lífi.

 

Fræðslufundirnir verða haldnir í húsnæði Fjölmenntar, Vínlandsleið 14, eftirfarandi daga:

 

  • Mánudaginn 15. október kl. 10:00-11:30:

Spjaldtölvan sem dagbók/samskiptabók: Áhersla lögð á smáforritið Notes ásamt nokkrum atriðum varðandi myndir og myndbandsupptökur í spjaldtölvunni. Einnig verður kynnt smáforritið Moment Diary.

 

  • Mánudaginn 5. nóvember kl. 13:00-14:30:

Spjaldtölvan til dags-, viku- og mánaðarskipulags: Áhersla lögð á smáforritið Choiceworks Calendar. Einnig verða kynnt nokkur sambærileg smáforrit, svo sem Trello, Fotokalendern og Photo365.

 

  • Mánudaginn 26. nóvember kl. 10:00-11:30:

Að nota Facebook í spjaldtölvunni: Uppbygging smáforritsins og helstu aðgerðir ásamt nokkrum atriðum varðandi persónuupplýsingar og stillingar.

 

Áhugasamir eru beðnir að skrá sig með því að senda tölvupóst á helle@fjolmennt.is. Vinsamlegast tilgreinið hvaða þátttakanda (þátttakendum) þið tengist við skráningu.