Upplýsingar um annarlok og sumarnámskeið
Nú er vorönn 2020 lokið. Námskeiðin sem byrjuðu í janúar verða ekki lengri. Sumarnámskeið hefjast 4. maí næstkomandi. Hægt verður að sækja um sumarnámskeið frá 20. apríl - 27. apríl.
Námskeiðin sem byrjuðu í janúar verða ekki lengri. Þau áttu flest að vera til 14. maí og þeir tímar sem féllu niður vegna lokunar Fjölmenntar verða endurgreiddir. Það verður gert fljótlega.
Frá því lokað var í Fjölmennt hafa kennarar verið með fjarkennslu á þeim námskeiðum sem það er hægt. Það hefur líka verið sett inn mikið kennslu- og fræðsluefni á heimasíðu Fjölmenntar. Vonandi hafi þið getað notað þetta efni og haft gaman af.
Mánudaginn 4. maí byrja sumarnámskeið og standa til 3. júní. Þau verða auglýst hér hægra megin á heimasíðunni: Sumarnámskeið
Opnað verður fyrir umsóknir mánudaginn 20. apríl. Umsóknarfresti lýkur 26. apríl.
Á sumarnámskeiðum förum við eftir reglum um sóttvarnir. Við tryggjum að það verði tveir metrar á milli fólks og þess vegna verða fáir í hverjum hóp. Gera má ráð fyrir að mikið verði um einkakennslu og námskeið þar sem eru 2-3 í hóp. Við munum gæta fyllsta öryggis.
Við gerum ráð fyrir að hvert námskeið verði í tvö til fjögur skipti. Nemendur geta sótt um þrjú námskeið en fjöldi námskeiða fyrir hvern og einn fer eftir aðsókn.
Sumardagurinn fyrsti er næsta fimmtudag og við óskum ykkur gleðilegs sumars.