Fréttir frá Fjölmennt

Hér kemur fréttabréf vikunnar með fjölbreyttum kennslustundum og fræðsluefni. Endilega skoðið og takið þátt í því sem ykkur finnst spennandi. Það væri skemmtilegt að fá myndir af ykkur þar sem þið eruð að taka þátt og gaman væri að birta á Facebooksíðu og heimasíðu Fjölmenntar ef þið viljið.

Í vikunni erum við búin að bæta við miklu kennslu- og fræðsluefni á heimasíðuna:

Upphitunaræfingar fyrir söng

Æfingar með bolta

Litrík páskaegg

Jógaæfingar

Gæðastund í dagsins önn

Zumbakennslustund

Púslaðu í snjalltækinu þínu

Að skreyta kerti

Glerkrukka máluð og skreytt

Efni frá dönsku einhverfusamtökunum um Covid-19

 

Vonandi hafið þið gagn og gaman af þessu og eruð hress og við góða heilsu!

Það væri gaman að heyra hvað ykkur finnst um fræðsluefnið og sendið okkur hugmyndir að efni sem ykkur finnst vanta.

Smelltu hér til að senda okkur ábendingu.