Geðrækt - opið er fyrir umsóknir umsóknarfrestur til 31. ágúst 2016

 Ef frekari aðstoðar eða upplýsinga vegna umsóknar er óskað má senda tölvupóst til  annafs@fjolmennt.is

Leiðbeiningar um umsóknir á heimasíðu Fjölmenntar eru hér fyrir neðan: 

  • Þegar farið er inn á forsíðuna er smellt á grænan flipa sem merktur er ‚Námskeið - Geðrækt.‘
  • Opnast þá svæði með þeim námskeiðsflokkum sem boðið verður upp á í haust.
  • Takið eftir að þegar komið er inn á það svæði þá er hnappurinn ‚Námskeið - Geðrækt‘ orðinn hvítur vegna þess að hann er sá hnappur sem er valinn.
  • Þegar valinn er námskeiðsflokkur, birtast þau námskeið sem tilheyra þeim flokki og stutt lýsing við hvert þeirra og gulur hnappur ‚Lesa meira.‘
  • Til hægri er grænn hnappur ‚Sækja um námskeið‘ og er hægt að sækja um námskeiðið með því að smella á hann en einnig er hægt að sækja um námskeiðið með því að smella á ‚Lesa meira‘ hnappinn ef fólk vill lesa um námskeiðið áður en það sækir um.
  • Til að fara aftur á svæðið með námskeiðsflokkum – smellið þá á hnappinn ‚Námskeið – Geðrækt‘ sem nú er hvítur.
  • Umsóknareyðublaðið er hið sama, hvor leiðin sem farin er til að sækja um.     
  • Þegar smellt er á ‚Sækja um námskeið‘ – hvoru megin sem er – þá birtast upplýsingar í tveimur reitum. Grænum reit ‚Setti námskeið í körfu‘ og hvítum reit Valin námskeið – Ganga frá skráningu – Hreinsa valin námskeið.‘
  • Veljið ‚Ganga frá skráningu‘ til að sækja um námskeið.
  • Birtist þá umsóknareyðublað á skjánum sem fylla þarf út skv. leiðbeiningum.
  • Þegar því er lokið og skrunað er neðst á síðuna þá er komið að því að ljúka skráningunni og/eða velja fleiri námskeið. Mikilvægt er að velja forgangsröð fyrir hvert námskeið og er þá smellt í hvítan reit sem merktur er ‚Veldu forgang.‘ Birtast þá möguleikarnir ‚1. Val – 2. Val – 3. Val‘ og velur umsækjandi valmöguleika sem við á.
  • Ef þegar hafa verið valin námskeið, þá sjást þau undir flipanum ‚Valin námskeið.‘ Ef engin námskeið hafa þegar verið valin þá birtist ekkert undir þeim flipa.
  • Til að velja námskeið/fleiri námskeið er smellt á flipann ‚Öll námskeið‘ og er þá hægt að sækja um fleiri námskeið og velja forgangsröð.
  • Til að ljúka skráningu er smellt á ‚Vista‘  og birtast þá upplýsingar á skjánum um að skráningu sé lokið
  •  og grár hnappur ‚Aftur á forsíðu‘ til að skoða úrval námskeiða nánar. 

Með ósk um að þér gangi vel að sækja um og góðar stundir með okkur í Fjölmennt – Geðrækt.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast nemendum þegar inntöku er lokið. Þar sem umsóknarfrestur er til 31. ágúst mun inntöku væntanlega ljúka eftir miðjan september. 

 Starfsfólk Fjölmenntar