Gjöf frá Sunnusjóði

Í gær afhentu fulltrúar Sunnusjóðs, þær Guðrún Stephensen formaður og Arndís Vilhjálmsdóttir gjaldkeri, rofabúnað sem nota á við tölvur, heimilistæki og spjaldtölvur. Búnaðurinn er ætlaður til kennslu fjölfatlaðra nemenda Fjölmenntar. Rofar eru notaðir til þess að hafa stjórn á umhverfinu auka valkosti og auðvelda þátttöku í lífi og starfi.

Gjöf þessi hefur mikla þýðingu fyrir Fjölmennt. Stöðugt eru að koma á markaðinn ný tæki og forrit sem henta vel við kennslu fatlaðs fólks. Styrkurinn gerir okkur kleift að þróa og styrkja enn frekar rofa og spjaldtölvukennslu fyrir hóp fjölfatlaðra nemenda.

Með þessum styrk aukum við enn á fjölbreytni námskeiða fyrir fólk með samsettar flóknar námsþarfir og eru Sunnusjóði færðar innilegar þakkir fyrir höfðinglega gjöf.