Jólanámskeið

Jólin og náttúran
Jólin og náttúran

Nú er öllum jólanámskeiðum lokið þetta árið. Alls voru um 140 þátttakendur á jólanámskeiðum á fjöldamörgum námskeiðum. Námskeiðin lukkuðust sérlega vel og voru allir mjög ánægðir, bæði kennarar og þátttakendur. Tvö ný námskeið voru haldin í ár, rafræn jólakort og jólin og náttúran. Var gaman að sjá hversu áhugasamir þátttakendur voru um að gera líflega og skemmtilega jólakveðju og senda á samfélagsmiðla.  Jólin og náttúran var haldið í Laugardalnum, þar sem fræðst var um hvernig gróðurskálinn breytist með árstíðunum. Fjallað var líka um íslenskar og erlendar plöntur, tré og hvernig þau tengjast jólunum.