H. A. F. YOGA – slökun í vatni

Á námskeiðinu er unnið með jógaæfingar í vatni og lögð áhersla á flæðisæfingar, stöður, öndun, hugleiðslu og tónheilun. Hreyfing í vatni slakar náttúrulega á vöðvum, viðheldur hreyfigetu liða, þjálfar djúpvöðvavirkni og losar streitu. Einnig verður boðið upp á hugleiðslu og flot. Þessir tímar endurnæra sál og líkama. 

Námskeiðið er fyrir alla óháð fötlun, aðstaðan er mjög góð fyrir þá sem hafa litla hreyfifærni. Þeir sem þurfa aðstoð ofan í laug þurfa að hafa aðstoðarmann með sér. Hver tími er aðlagaður að hverjum og einum.

Námskeiðið er 4 vikur, einu sinni í viku, á mánudögum klukkan 14:00-15:00 eða miðvikudögum 14:00-15:00. Námskeiðin hefjast í byrjun október.

Staður: Sundlaug sérnámsbrautar Fjölbrautaskólans við Ármúla. Sundlaugin er skynörvunarsundlaug og er sérstaklega hönnuð með þarfir fatlaðs fólks í huga.

Verð: 5.600 krónur

Kennari er Rakel Ágústsdóttir. Hún er viðurkenndur HAF Yoga kennari og þroskaþjálfi með mikla reynslu af kennslu fatlaðs fólks.

 

Umsóknarfrestur er til 30. september.

Hægt er að sækja um Hér.