H. A. F. YOGA – slökun í vatni
Á námskeiðinu er unnið með jógaæfingar í vatni og lögð áhersla á flæðisæfingar, stöður, öndun, hugleiðslu og tónheilun. Hreyfing í vatni slakar náttúrulega á vöðvum, viðheldur hreyfigetu liða, þjálfar djúpvöðvavirkni og losar streitu. Einnig verður boðið upp á hugleiðslu og flot. Þessir tímar endurnæra sál og líkama.
Námskeiðið er fyrir alla óháð fötlun, aðstaðan er mjög góð fyrir þá sem hafa litla hreyfifærni. Þeir sem þurfa aðstoð ofan í laug þurfa að hafa aðstoðarmann með sér. Hver tími er aðlagaður að hverjum og einum.
Námskeiðið er 4 vikur, einu sinni í viku, á mánudögum klukkan 14:00-15:00 eða miðvikudögum 14:00-15:00. Námskeiðin hefjast í byrjun október.
Staður: Sundlaug sérnámsbrautar Fjölbrautaskólans við Ármúla. Sundlaugin er skynörvunarsundlaug og er sérstaklega hönnuð með þarfir fatlaðs fólks í huga.
Verð: 5.600 krónur
Kennari er Rakel Ágústsdóttir. Hún er viðurkenndur HAF Yoga kennari og þroskaþjálfi með mikla reynslu af kennslu fatlaðs fólks.
Umsóknarfrestur er til 30. september.