Heimildarmynd um sendiherraverkefnið

Logó sendiherra verkefnisins
Logó sendiherra verkefnisins

Í dag verður frumsýnd heimildarmynd um verkefnið Sendiherrar sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.


Verkefni þetta var sett á laggirnar af Fjölmennt að beiðni Landssamtakanna Þroskahjálpar og unnið í samstarfi við samtökin. Verkefnið var fyrsta árið styrkt af PROGRESS áætlun Evrópusambandsins en síðan fjármagnað af velferðarráðuneytinu. Sendiherrarnir fóru víða um land, kynntu samninginn og fjölluðu um réttindamál fatlaðs fólks. 

Nú hefur verið gerð heimildarmynd um verkefnið sem frumsýnd verður í Bíó Paradís kl 17 í dag mánudaginn 11.desember. Öll velkomin.