Heimsókn frá Þýskalandi

Í síðustu viku fengum við góða heimsókn frá Þýskalandi. Í heimsókn til okkar kom Nadine Schlump, verkefnastjóri hjá Volkshochschule Meppen (VHS Meppen), til þess að kynna sér starfsemi Fjölmenntar og símenntunartækifæri fatlaðs fólks hér á landi.

Volkshochschule Meppen (VHS Meppen) er símenntunarstöð í Norð-vestur hluta Þýskalands. Ferðin var styrkt af Erasmus sem liður í því að bjóða uppá meira inngildandi nám.

Í ferð sinni skoðaði hún m.a. starfsemi Áss vinnustofu, starfsemi Listvinnzlan, ræddi við starfsfólk Fjölmenntar og fylgdist með í kennslustundum. Hér er eimitt mynd af því þegar Nadine heimsótti kennslustund í leiklist.

Takk fyrir komuna Nadine! Við hlökkum til að fylgjast með starfinu hjá VHS Meppen í framtíðinni!