Hvernig getum við best aðstoðað í námi og daglegu lífi? Rafrænt fræðsluerindi
24.11.2020
Við mælum með rafrænu fræðsluerindi sem er í boði fyrir starfsfólk í þjónustu við fatlað fólk hjá Reykjavíkurborg á morgun, miðvikudaginn 25. nóvember klukkan 14:00-16:00 og ber titilinn "Hvernig getum við best aðstoðað í námi og daglegu lífi?"
Helle Kristensen, kennari og verkefnastjóri hjá Fjölmennt, mun þar vera með hagnýta fræðslu um hlutverk aðstoðarfólks í námi fólks með þroskahömlun. Áhugasamir eru beðnir um að skrá sig í gegnum endurmenntunarkerfi Reykjavíkurborgar.