Kvennaverkfall 24.október Fjölmennt lokað

Þriðjudaginn 24.október er kvennaverkfall á Íslandi.

Kvennaverkfallið er til þess að vekja athygli á jafnrétti kynjanna.

Allar konur og kvár eru hvött til þess að fara í verkfall þennan dag.

 

Við konur í Fjölmennt ætlum að taka þátt í verkfallinu.

Þess vegna er lokað í Fjölmennt þennan dag en námskeiðið Einkaþjálfun verður kennt í World Class, Egilshöll.

 

Okkur finnst mikilvægt að taka þátt og hvetjum ykkur til þess að taka þátt líka. 

 

Þátttakendur sem eiga að vera á námskeiði þennan dag fá tímann sinn endurgreiddan. 

 

Hér er upplýsingasíða um verkfallið.

Hér er facebook-hópur um verkfallið.