Laus pláss á námskeið
Hjá Mími símenntun er laust pláss í málun og blönduð tækni.
Á námskeiðinu er unnið með mismunandi tækni, verkfæri og efni.
Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem áður hafa sótt námskeið í málun.
Unnið verður með mismunandi tækni, verkfæri og efni. Notaðir verða vatnslitir, akrýlmálning og blek.
Skoðaðar verða ólíkar aðferðir í málun bæði hefðbundnar og leitandi sem og ólík framsetning og tjáningar-möguleikar.
Námskeiðið hefst 27. september og lýkur 29. nóvember.
Kennt verður á þriðjudögum klukkan: 14:45-16:55.
Einnig er laust pláss á prjónanámskeið.
Á námskeiðinu verða kennd undirstöðuatriði í prjóni og þátttakendur prjóna einfalt verkefni undir handleiðslu kennara.
Kennt verður á þriðjudögum klukkan 16:45 -18:55
Námskeiðið hefst 11.október og lýkur 29. nóvember.
Kennari er Nanna Eggertsdóttir.
Nánari upplýsingar veitir Erna hjá Mími í síma: 580-1800