Laus staða hjá List án landamæra

Óskað er eftir framkvæmdastjóra listahátíðarinnar Listar án landamæra,umsækjandi þarf að geta hafið störf í byrjun janúar.

Starfið er fjölbreytt og skapandi og er starfshlutfall samkomulags atriði. Starfið felst m.a í: Mótun, umsjón, fjármögnun og framkvæmd hátíðarinnar. Framkvæmdastjóri sér m.a. um fjáröflun, skipulag, listræna stjórnun og kynningarmál.

Umsækjendur mega gjarnan hafa:

Þekkingu og áhuga á málefnum fatlaðs fólks, listrænan bakgrunn, góða samskiptahæfni, ríkt frumkvæði, metnað, sveigjanleika og reynslu af skipulagningu og fjármögnun listviðburða.

Umsóknir sendist á netfangið:

listanlandamaera@gmail.com til og með 20. nóvember 2016 merkt „Starfsumsókn”. Frekari upplýsingar fást í s: 6918756, www.listin.is eða listanlandamaera@gmail.com