List án landamæra hefur ráðið nýja framkvæmdarstýru
18.01.2017
Ragnheiður Maísól Sturludóttir hefur verið ráðin sem ný framkvæmdastýra listahátíðarinnar List án landamæra.
Ragnheiður útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2013 og hefur undanfarin ár sinnt fjölbreyttum verkefnum ásamt því að sinna sinni eigin listsköpun. Hún hefur m.a. starfað sem verkefnastjóri og sirkuslistamaður hjá Sirkus Íslands, unnið að markaðs- og kynningarmálum fyrir ýmsa menningarviðburði, t.a.m. myndlistahátíðina Sequences og Improv Ísland. Auk þess hefur hún kennt myndlist og leiklist.
Við bjóðum hana hjartanlega velkomna til starfa.