Lokadagur til að sækja um námskeið á haustönn.
Í dag 16.júní er síðasti dagur til að sækja um námskeið og námsbrautir hjá Fjölmennt. Ekki er hægt að tryggja námskeiðspláss ef sótt er um eftir að umsóknarfresti lýkur.
Vekjum sérstaka athygli á nýjum námskeiðum sem verða í boði á haustönn ef þátttaka verður næg.
Sem dæmi má nefna:
Sýndarveruleiki þar sem þátttakendur upplifa að ferðast út um víðan heim. Sjá nánar Hér.
Radio Fjölmennt þar sem þátttakendur læra að búa til hlaðvarpsþátt. Sjá nánar Hér.
Among Us er netleikur fyrir þá sem vilja spila á netinu. Sjá nánar Hér.
Í námskeiðsflokknum Íþróttir, sund og dans verða mörg ný og spennandi námskeið. Sjá nánar Hér.
Þetta er aðeins hluti af þeim nýju námskeiðum sem eru í boði.
Einnig verða tvær námsbrautir í boði í haust:
Líf og heilsa lífsstílsþjálfun í samstarfi við Framvegis, kennt verður tvisvar í viku í 14 vikur. Sjá nánar Hér.
Inngangur að grafískri vinnslu í samstarfi við Promennt, kennt er tvisvar í viku í 10 vikur. Sjá nánar Hér.