Málþingið Hvað með okkur?

Föstudaginn 11. apríl 2025 kl. 13.00 halda Þroskahjálp og Diplómanám HÍ málþing þar sem fatlað fólk er í aðalhlutverki.

Málþingið er haldið á Hilton Reykjavik Nordica.
Málþingið byrjar kl. 13 og svo er partí kl. 17 til 19!

Rýmið er aðgengilegt, og á staðnum verða bæði táknmálstúlkur
og teiknarar sem munu túlka efni málþingsins.

Boðið verður upp á kaffiveitingar á meðan málþinginu stendur og léttan mat að málþingi loknu.

Frítt inn en nauðsynlegt að skrá sig

https://www.throskahjalp.is/is/fraedsla/malthing-og-radstefnur/hvad-med-okkur/skraning-a-malthing-hvad-med-okkur-fatlad-folk-i-adalhlutverki