Margrét Norðdahl fékk Frikkann

Á myndinni eru Sunnefa Gerhardsdóttir, Aileen Soffía Svensdóttir stjórnarkonur í Átaki, Margrét Norð…
Á myndinni eru Sunnefa Gerhardsdóttir, Aileen Soffía Svensdóttir stjórnarkonur í Átaki, Margrét Norðdahl, Guðni Th. Jóhannesson og Haukur Guðmundsson formaður Átaks. Mynd fengin af vef forseta Íslands.

Þann 11.desember veitti Átak, félag fólks með þroskahömlun, heiðursverðlaunin Frikkann. Í desember ár hvert veitir Átak verðlaunin þeim, einstaklingi eða hóp sem hefur barist fyrir sjálfstæði fólks með þroskahömlun og stuðlað að samfélagi án aðgreiningar á öllum sviðum. 

Í ár hlaut verðlaunin Margrét Norðdahl, myndlistarkona og kennari hjá Fjölmennt. Verðlaunin voru veitt af Forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. Við erum ótrúlega stolt af Margréti og óskum henni og Átaki hjartanlega til hamingju!