Matar- og framreiðslubraut

Matar- og framreiðslubraut, er ný braut sem hefur verið starfrækt í Fjölmennt í samstarfi við Vinnumálastofnun á haustönn 2021. Þátttakendur fengu þjálfun í því að undirbúa, matreiða og framreiða fjölbreyttan og hollan mat fyrir eldhús og mötuneyti ásamt fræðslu. 

Verklegt nám var x 2 í viku.  Alls 126 kennslustundir.
Áhersla var á rétt vinnubrögð, framreiðslu og allan frágang í eldhúsi


Fræðsla / bóklegt nám var x 1 í viku. Alls 39 kennslustundir.

  • Hreinlæti og rétt vinnubrögð við það.
  • Meðferð matvæla.
  • Umhverfisfræðsla
  • Vinnustellingar og líkamsbeiting.
  • Matseðlar, pöntunarkerfi, gátlistar.
  • Sterkari starfsmaður.

Vettvangsferðir voru x 2 á önn í stærra mötuneyti. Alls 12 kennslustundir.

  • Mötuneyti hjá Vinnustofu Ás.
  • Mötuneyti hjá Stjörnugróf (Bjarkarás og Lækjarás).

Þátttakendur skiluðu alls 177 kennslustundum yfir önnina. Í lok annar var haldin hátíðleg útskrift með aðstandendum. Þessi frumraun var vel heppnuð í alla staði. Það er ánægjulegt að segja frá því að í gegnum brautarvinnuna eru þátttakendur komnir með vilyrði fyrir vinnu.