Matar- og framreiðslubraut var starfrækt í Fjölmennt í samstarfi við Vinnumálastofnun á haustönn 2022.

Ýmir, Aleksandra og Dagný við útskrift
Ýmir, Aleksandra og Dagný við útskrift

Matar- og framreiðslubraut var starfrækt í Fjölmennt í samstarfi við Vinnumálastofnun á haustönn 2022. Þátttakendur fengu þjálfun í því að undirbúa, matreiða og framreiða mat fyrir eldhús og mötuneyti ásamt bóklegu námi, vettvangsferðum og starfsþjálfun.

Verklegt nám var tvisvar í viku.  Alls 120 kennslustundir.

  • Þátttakendur fengu þjálfun í matreiðslu og framreiðslu á fjölbreyttum og hollum mat
  • Áhersla var á rétt vinnubrögð og allan frágang í eldhúsi
  • Maturinn var í boði fyrir starfsmenn Fjölmenntar gegn gjaldi

Fræðsla / bóklegt nám var einu sinni í viku. Alls 30 kennslustundir.

  • Hreinlæti og rétt vinnubrögð
  • Meðferð matvæla
  • Umhverfisfræðsla
  • Vinnustellingar og líkamsbeiting
  • Matseðlar, pöntunarkerfi og gátlistar
  • Sterkari starfsmaður

Vettvangsferðir og starfsþjálfun voru alls 36 kennslustundir (8 skipti).

  • Ás vinnustofa – mötuneyti / eldhús
  • Bjarkarás og Lækjarás - mötuneyti / eldhús
  • IKEA

Þátttakendur luku alls 186 kennslustundum yfir önnina.

Í síðustu viku var haldin hátíðleg útskrift ásamt aðstandendum. Útskriftarnemar voru þrír að þessu sinni. Öll voru þau sammála um að það sem hafi staðið upp úr í náminu hafi verið dýrmæt reynsla og þekking á þessu sviði ásamt því að kynnast hvert öðru og kennurum á brautinni. Samverustundirnar voru margar og skemmtilegar. Þeim fannst gaman að læra að elda nýjan og fjölbreyttan mat og ekki síst að bera hann fram fyrir aðra. Einnig nefndu þau mikilvægi hreinlætis, hvernig á að þrífa borð og læra bestu aðferðirnar við það ásamt réttri umgengni við mat og góðar vinnustellingar.
Fjölmennt óskar Alexsöndru, Dagnýju og Ými til hamingju með áfangann og óskar þeim velfarnaðar. 

Myndir frá útskriftinni:
Útskrift frá Matar- og framreiðslubraut 2022