Miðstöð um auðlesið mál heimsækir rannsóknarsetur um auðlesið mál í Hildesheim
22.01.2025
Snorri Rafn Hallsson, verkefnastjóri miðstöðvar um auðlesið mál, hélt á dögunum til Hildesheim í Þýskalandi.
Þar heimsótti hann rannsóknarsetur um auðlesið mál við Háskólann í Hildesheim og hitti prófessor Christiane Maaß. Hún er fremst á sínu sviði í rannsóknum á auðlesnu máli og skrifaði meðal annars bókina sem væntanleg handbók um auðlesið mál byggir á.