Nám að loknum framhaldsskóla, hvað er í boði? Fræðslukvöld hjá Þroskahjálp

Landssamtökin Þroskahjálp í samvinnu við réttindavakt velferðarráðuneytisins standa fyrir fræðslukvöldum um þær breytingar sem verða í lífi fatlaðs fólks við það að komast á fullorðinsár.

Næsta fræðslukvöld verður haldið miðvikudaginn 7. september klukkan 20:00-22:00 að Háaleitisbraut 13, 4.hæð. Fjallað verður um  Nám að loknum framhaldsskóla - hvað er í boði. 

Kynning verður á diplomanámi við menntavísindasvið H.Í.

Kynning verður á diplomanámi við Myndlistaskólann í Reykjavík

Kynning verður á Fjölmennt símenntunarmiðstöð.

 

Allir velkomir,  ekkert þátttökugjald

vinsamlegast skráið þátttöku á asta@throskahjalp.is