Nám er fyrir okkur öll - Ráðstefna Fjölmenntar 30. mars

Smellið á mynd til að sjá stærri.
Smellið á mynd til að sjá stærri.

Þann 30. mars verður ráðstefna á vegum Fjölmenntar um menntunartækifæri fatlaðs fólks. 

Á ráðstefnunni fáum við að heyra óskir fatlaðs fólks bæði í gegnum fyrirlestra og hópavinnu þar sem öllum gefst kostur á að koma skoðun sinni á framfæri.

Ráðstefnan verður haldin á Hótel Reykjavík Natura, Nauthólsvegi 52. 

Ráðstefnan er frá klukkan 13:00-17:00, í hléi og eftir ráðstefnu verður boðið upp á léttar veitingar. 

Kynnir er Haukur Guðmundsson formaður og í stjórn Fjölmenntar.

Táknmálstúlkur túlkar ráðstefnuna.

Gott aðgengi fyrir alla.

Hægt verður að fylgjast með ráðstefnunni í streymi, tiny.cc/fjolmennt

Aðgangur ókeypis og er opinn öllum en fólk er vinsamlegast beðið um að skrá sig hér.