Námsferð til Póllands

Í upphafi árs fóru 3 starfsmenn Fjölmenntar, Eydís, Matthías og Svana í námsferð til Póllands. Tilgangurinn var að kynna sér notkun sýndarveruleika í námi með fötluðu fólki.

Staðurinn sem þau heimsóttu heitir Fundacja Avalon og er í Varsjá en þar er verið að nota sýndarveruleika m.a. til þjálfunar jafnvægis og styrks hjá líkamlega fötluðu fólki.

Ferðin var afar vel heppnuð í alla staði, vel var tekið á móti þeim og fengu þau að kynnast starfseminni og taka fullan þátt í kennslustundum.

Komu þau heim með fullt af nýjum hugmyndum og sjá mikil tækifæri í að nota sýndarveruleika á námskeiðum hér í Fjölmennt.