Opnað hefur verið fyrir umsóknir vorannar og á jólanámskeið
Nú er komið að því að sækja um námskeið fyrir vorönn 2020 og jólanámskeið.
Umsóknafrestur er til 20. nóvember.
Hér á heimasíðunni, undir hnappnum Námskeið, má sjá hvaða námskeið eru í boði.
Í umsóknarferlinu er mjög mikilvægt að umsækjendur hugi vel að kennslustað og tímasetningu námskeiða og skrái í athugasemdir hvaða tímasetningar koma ekki til greina, t.d. vegna sjúkraþjálfunar.
Þá viljum við vekja sérstaka athygli á því, að á þeim námskeiðum sem Fjölmennt heldur í samstarfi við aðra, er enginn stuðningsfulltrúi til aðstoðar við þátttakendur.
Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið vorannar mun berast eftir miðjan desember.
JÓLANÁMSKEIÐ 2019
Fyrir jólin verður boðið upp á örnámskeið sem tengjast jólunum; jólasöngvar, jólabakstur, jólagjöfin o.m.fl. Á forsíðu heimasíðunnar er hnappur sem heitir Jólanámskeið og þegar stutt er á hnappinn birtast þau námskeið sem í boði verða. Haft verður samband við umsækjendur í byrjun desember vegna jólanámskeiðanna.
Flestir sækja rafrænt um námskeiðin. Einnig er hægt að koma á skrifstofu Fjölmenntar, Vínlandsleið 14 eða hringja í síma 530-1300 og sækja um í gegnum símann.
Athugið að sækja verður um í tvennu lagi, annars vegar um námskeið á vorönn og hins vegar um jólanámskeið.
Umsóknarfrestur fyrir námskeið vorannar og jólanámskeiða er til 20. nóvember.
Ekki er hægt að ábyrgjast námskeiðspláss ef sótt er um að þeim tíma loknum.