-Nýtt í fræðslu- Óhefðbundin tjáskipti og tjáskipta tækni

Tafla 1
Tafla 1

Allir missa einhvern tíma einhvern sér nákominn, fjölskyldumeðlim, vin, sambýlismann eða nágranna. Fólk með tjáskiptahömlun og þroskahömlun á oft erfitt með að tjá sig um slíka atburði og stundum á aðstoðarfólk erfitt með að ræða um sorg og missi við syrgjandann.

Á heimasíðu Fjölmenntar, fræðslu er búið að birta samtalsbók sem ætlað er að gera samræður um sorg og missi auðveldari.

Hana er hægt að nota til að undirbúa kveðjustund eða þátttöku í útför, til að útskýra hvað gerist og hvernig athöfn fer fram, og til að eiga minningarstundir saman.

Það má aðlaga þessa samtalsbók að þörfum hvers og eins.

Anna Soffía Óskarsdóttir þýddi bókina úr dönsku.

Á þessari mynd er fyrsta síðan af fjórum samtalssíðum.

yfirlitsmynd

Allar síðurnar má finna hér http://www.fjolmennt.is/static/files/radgjof/Rofar/samtalsbok-um-sorg.pdf