Opið er fyrir umsóknir fyrir haustönn 2024. Umsóknarfrestur er til 16. júní.

Á haustönn 2024 verða um 70 námskeið í boði í 8 námskeiðsflokkum og ættu öll að geta fundið námskeið við hæfi. 

Við vekjum sérstaka athygli á nýjum eða nýlegum námskeiðum svo sem: 

  • Matarbloggarinn
  • Súrdeigsbakstur
  • Ég dansa til að gleyma
  • Frisbie-golf
  • Flokkum og skilum
  • Þýska
  • Textílþrykk fyrir heimilið
  • Myndlist og kvikmyndalist í Listvinnzlunni
  • Teiknimyndir og tilfinningar
  • Taylor Swift
  • Tónlist og hreyfing

Skoðið námskeiðsúrvalið og staðsetningar námskeiðanna á heimasíðunni. Mörg námskeiðanna eru haldin í samstarfi við aðra símenntunaraðila og eru þá kennd annars staðar en í Fjölmennt í Vínlandsleið. Í þeim tilvikum er enginn félagsliði til aðstoðar og þau sem þurfa aðstoð við athafnir daglegs lífs þurfa því að hafa aðstoðarmanneskju með sér. Að öðrum kosti getur viðkomandi ekki sótt viðkomandi námskeið.

 Umsóknarfrestur fyrir námskeið haustannar er til 16. júní.

Ekki er hægt að ábyrgjast námskeiðspláss ef sótt er um að þeim tíma loknum.