Opið fyrir umsóknir á námskeið haustannar
03.06.2022
Í haust verða um 100 námskeiðstitlar í boði í 11 námskeiðsflokkum þannig að allir ættu að geta fundið sér námskeið við hæfi.
Eins og alltaf eru einhverjar nýjungar í boði og nú á haustönn verða 9 ný námskeið sem bætast í hópinn. Einnig verður í haust námsbrautin Líf og heilsa sem haldin er í samstarfi við Framvegis.
- Sjósunds-námskeið í september
- Endurnýting í handverki
- Líkamsrækt með aðstoð sýndarveruleika
- Sjálfstæðara líf með aðstoð sýndarveruleika
- Klassísk tónlist
- Notendaráð
- Samfélagsmiðlar
- Framtíðin
- Þróunarsamvinna í öðrum löndum.
Skoðið heimasíðuna vel, hvað er í boði og staðsetningar námskeiða. Þar sem námskeið eru haldin í samstarfi við aðra þá er ekki stuðningsfulltrúi sem tekur á móti þátttakendum.
Umsóknarfrestur fyrir námskeið haustannar er til 16. júní.
Ekki er hægt að ábyrgjast námskeiðspláss ef sótt er um að þeim tíma loknum.