Opið fyrir umsóknir í Bataskóla Íslands

Opið fyrir umsóknir!
Sendið póst á bataskoli@gmail.com til þess að skrá ykkur!
Nú er tækifæri til þess að skrá sig í Bataskólann og fræðast um geðheilsu frá ýmsum sjónarhornum og kynnast fjölbreyttum verkfærum til þess að hlúa að eigin geðheilsu og vellíðan.
Meðal námskeiða sem kennd verða núna fram að áramótum eru Sjálfstraust og samskipti, Umhverfið og bati, Virkni í samfélaginu, Sköpun og bati og námskeið um leiðir til að bæta svefn. Kennt er á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum milli kl. 13:20 og 15:20 en þú velur þau námskeið sem þig langar að sitja. Kennslan fer fram í Kennaraháskólanum í Stigahlíð og hefst 4. október.
Bataskólinn er fyrir alla þá sem glíma við eða hafa glímt við geðrænar áskoranir. Þú þarft ekki að hafa fengið greiningu um það hjá lækni heldur metur það sjálf(ur/t). Námið er ókeypis og ekki þarf tilvísun eða neitt slíkt. Þú sendir okkur bara póst á bataskoli@gmail.com til þess að skrá þig. Hlökkum til að sjá þig!