Orðsending frá Fjölmennt - skólinn er opinn
05.10.2020
Það er mikið hringt til að spyrjast fyrir um námskeiðin. Við reynum eins og við getum að halda óbreyttri starfsemi.
Ef að við þurfum að fella niður eða breyta námskeiðum verður hringt í þátttakendur. Ef að þið heyrið ekkert frá okkur þá mætið þið á námskeiðin eins og venjulega.
Nú er mikilvægt að passa sig og muna að ef þú finnur fyrir einkennum eins og hósta, beinverkjum eða ert með hita að mæta alls ekki í Fjölmennt.