Ráðgjafi hjá Fjölmennt heldur námskeið fyrir Reykjavíkurborg

Ráðgjafi hjá Fjölmennt heldur námskeið fyrir Reykjavíkurborg

Á haustönn heldur Helle Kristensen ráðgjafi hjá Fjölmennt námskeið að beiðni skrifstofu um málefni fatlaðs fólks á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar fyrir stjórnendur í búsetuþjónustu fatlaðs fólks í Reykjavík. Námskeiðið er kennt í tveimur hlutum og var fyrri hlutinn kenndur nú í upphafi haustannar. Námskeiðið ber heitið Mig langar að reyna að skilja þig og fjallar um hagnýtar leiðir til þess að bjóða val og eiga samtal um óskir og vilja við fólk með þroskahömlun og/eða á einhverfurófi sem notar ekki hefðbundið talmál og skortir stundum leiðir til að taka þátt í ákvörðunartöku um eigið líf.

Helle fór þar yfir aðferð í anda RPM, samtalsmottur og notkun gagnvirkra valtaflna í snjalltækum. Þátttakendum gafst tækifæri til að prófa aðferðirnar og máta þær við eigin starfsvettvang. Á seinni hluta námskeiðsins sem verður kenndur í október verður farið yfir hlutverk aðstoðarfólks almennt í lífi fólks sem notar fjölbreyttar tjáskiptaleiðir og að auki kynningu á fræðsluefni sem nýta má til starfsþróunar í starfsmannahópnum.

Námskeið þetta byggir á reynslu Helle við kennslu fólks í Fjölmennt sem notar fjölbreyttar tjáskiptaleiðir og efni frá Jarþrúði Þórhallsdóttur og Önnu Soffíu Óskarsdóttur ráðgjöfum hjá Fjölmennt.

Við bendum áhugasömum um fræðslu eða námskeið frá ráðgjafardeild á hafa samband á radgjof@fjolmennt.is