Ráðherra heimsækir Fjölmennt

Stjórn Fjölmenntar ásamt forstöðumanni og félags- og vinnumarkaðsráðherra í lok heimsóknarinnar.
Stjórn Fjölmenntar ásamt forstöðumanni og félags- og vinnumarkaðsráðherra í lok heimsóknarinnar.

Föstudaginn 26. maí kom Guðmundur Ingi Guðbrandsson ráðherra í heimsókn í Fjölmennt og fundaði með stjórn og forstöðumanni. Með honum í för voru Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir aðstoðarkona ráðherra og Hulda Anna Arnljótsdóttir tengiliður Fjölmenntar í ráðuneytinu.

Á fundinum var farið yfir stöðu og starfsemi Fjölmenntar, bæði í nútíð og framtíð. Undanfarin ár hefur orðið raunlækkun á fjármagni til Fjölmenntar sem gert hefur það verkum að námskeiðum hefur fækkað og þau verið stytt í vikum talið. Einnig býðst nemendum nú yfirleitt bara eitt námskeið á önn.

Nú er í gangi endurskoðun á Framhaldsfræðslulögum og í kjölfar þeirrar vinnu mun fara í gang vinna við nýjan þjónustusamning við Fjölmennt. Gera má ráð fyrir að breytingar verði á starfseminni í kjölfar þess.

Við þökkum ráðherra fyrir góðan fund og þann áhuga sem hann sýnir starfsemi Fjölmenntar.