Sæti við borðið
Átak, félag fólks með þroskahömlun, Landssamtökin Þroskahjálp og Fjölmennt standa fyrir fundarherferðinni: Sæti við borðið.
Fundarherferðin hófst í september á síðasta ári og hafa verið haldnir fundir vítt og breytt um landið m.a. Selfossi, Reykjanesbæ, Ísafirði, Egilstöðum, Sauðárkróki, Vestmannaeyjum og Borgarnesi. Nú er komið að lokafundum herferðarinnar og verða þeir haldnir á Akureyri 20.mars og Húsavík 19.mars
Fundarherferðin Sæti við borðið fjallar um stuðning og fræðslu fyrir fólk með þroskahömlun og skyldar fatlanir á landsbyggðinni til aukinnar þátttöku og virkni í notendaráðum.
Í öllum sveitarfélögum/þjónustusvæðum eiga að vera starfandi notendaráð þar sem fötluðu fólki er gert að hafa áhrif um málefni sem skipta máli í lífi þess. Tilgangurinn er að auka áhrif fatlaðs fólks á skipulag og framkvæmd þjónustu og hagsmunamál í sveitarfélaginu.
Með því að gefa fötluðu fólki tækifæri til að vera í notendaráði og skila tillögum um breytingar eru meiri möguleikar á því að sveitarfélagið mæti betur þjónustuþörfum hvers og eins og fái mikilvægar upplýsingar til að gera betur. Þetta getur haft jákvæð áhrif á allt samfélagið og kveikir aðra hugsun um fatlað fólk og þá sem þurfa á aðstoð að halda í lífinu.
Þroskahjálp, Fjölmennt og Átak hvetja fólk með þroskahömlun sérstaklega til að mæta á fundina og læra um starfsemi notendaráðs og hvernig þau geta haft áhrif á skipulag og framkvæmd þjónustu í sínu nærsamfélagi. Félögin hvetja einnig starfsfólk sveitarfélaga til að mæta og óska eftir samstarfi við alla sem að málinu koma, t.d. símenntunarstöðvar, framhaldsskóla o.s.frv.
Hér má sjá staðsetningar og dagsetningar fundanna
19.mars - Húsavík
Staðsetning: Þekkingarnet Þingeyinga Hafnarstétt 3
Tímasetning: kl. 16-18
20.mars - Akureyri
Staðsetning: Símey - símenntun Þórsgötu 4
Tímasetning: kl. 16-18