Saumaklúbbur

Saumaklúbburinn heldur áfram þessa önn og eru þátttakendur alltaf jafn áhugasamir. Þeir taka þátt í því að velja veitingar í saumaklúbbana og er gaman að sjá hvað þær eru fjölbreyttar og litríkar. Ein hugmynd hjá þátttakanda var að setja banana á smápítsur og kom það vel út. Hluti hópsins vinnur að verkefnum í handverki á meðan hinir undirbúa veitingar fyrir saumklúbb. Eitt af verkefnunum í handverki var taumálun og eins og sést á myndunum var útkoman fallegir taupokar sem nýta má á ýmsa vegu.