Símenntun fyrir alla - B-inclusive adult education for all

Fjölmennt hefur lokið tveggja ára þróunarverkefni í samstarfi með fleiri Norrænum þjóðum. Leitað var eftir því hvernig hægt er að aðlaga aðstæður til að opna fötluðu fólki aðgengi að símenntun og almennri fullorðinsfræðslu og hverjar eru helstu hindranir eða forsendur til að vel takist til. Verkefnið er samstarfsverkefni fjármagnað með styrk frá Nordplus voksen.

Þátttakendur frá fjórum Norðurlandaþjóðum og þremur Eystrasaltsþjóðum. Alls átta stofnanir og félög sem koma að námi og þjónustu fyrir fullorðið fatlað fólk, unnu sameiginlega að því að setja fram leiðbeingar um hvernig hægt er að skapa fullorðnu fötluðu fólki aðgang að símenntun og framhaldfræðslu til jafns við aðra.

Helga Gísladóttir og Anna Soffía Óskarsdóttir unnu verkefnið að hálfu Fjölmenntar. Leituðu þær fanga í samstarfi við nokkra verkefnastjóra og þjónustunotanda í framhaldsfræðslu fyrir fatlaða í símnenntunarstöðvum og öðrum stofnunum sem veita fullorðnu fötluðu fólki menntun. Niðurstöður verkefnisins eru settar fram sem leiðbeiningar um aðlögun námsaðstæðna, bæði almennt og svo sértækt fyrir fólk með þroskahömlun, blint fólk eða sjónskert, heyrnaskert fólk og döff talandi. Leiðbeiningar eru kynntar á vef Fjölmenntar: http://www.fjolmennt.is/is/fraedsla-og-namsgogn/simenntun-fyrir-alla

Nordplus