Sumarnámskeið

Á morgun er Sumardagurinn fyrsti og það styttist í annan endann á vorannar- námskeiðunum okkar en síðasti kennsludagur vorannar er 12. maí.

Við taka skemmtileg og skapandi sumarnámskeið af fjölbreyttum toga. Í ár verða 18 námskeiðstitlar í boði þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. 

Langflest námskeiðin eru einungis eitt skipti og hægt er að sækja um 3 námskeið en það fer síðan eftir aðsókn hvort hægt verður að koma til móts við allar óskir. Að minnsta kosti fá allir eitt námskeið. Námskeiðin verða haldin á tímabilinu 21. maí – 1. Júní.

Undir hnappnum hér á forsíðunni hægra megin er hægt að skoða það sem er í boði og sækja um. Minnum á að umsóknarfresti lýkur 30. apríl og ekki er hægt að tryggja námskeiðspláss ef sótt er um eftir þann tíma.

 

Sjá nánar um sumarnámskeiðin hér