Takk fyrir samstarfið Jarþrúður
Í lok janúar lét Jarþrúður Þórhallsdóttir einhverfuráðgjafi af störfum hjá Fjölmennt.
Jara sat í stjórn Fjölmenntar árin 2002-2011 en þá hóf hún störf í Ráðgjafardeild Fjölmenntar.
Jara útskrifaðist sem sjúkraþjálfari árið 1980 og sem fötlunarfræðingur frá Félags- og mannvísindadeild HÍ árið 2010. Í framhaldi af því gaf hún út bókina Önnur skynjun – ólík veröld. Lífsreynsla fólks á einhverfurófi en efni hennar byggir á meistararitgerð hennar. Jara hefur einnig skrifað greinar, haldið ótal fyrirlestra og verið með fræðslu um málefni fólks á einhverfurófi. Hún hefur átt mikinn þátt í faglegu starfi Fjölmenntar og það hefur verið dýrmætt fyrir starfsfólk að hafa aðgang að hennar miklu þekkingu á vinnubrögðum í starfi með fólki á einhverfurófi.
Jara hefur verið frábær samstarfskona og þökkum við henni kærlega fyrir samstarfið og óskum henni velfarnaðar í öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur í framtíðinni.