Til hamingju með 20 ára afmælið List án landamæra

List án landamæra er 20 ára í ár
List án landamæra er 20 ára í ár

Um þessar mundir fagnar List án landamæra 20 ára starfsafmæli sínu. Hátíð var fyrst haldin árið 2003 á Evrópu ári fatlaðra og hefur verið haldið árlega síðan. Hátíðin leggur áherslu á list fatlaðs fólks og sýnir öll listform og stendur fyrir samstarfi á milli listamanna. Fjölmennt hefur frá upphafi átt aðila í stjórn hátíðarinnar og fjölmargir listamenn frá Fjölmennt sýnt á hátíðinni. Á heimasíðu hátíðarinnar er hægt að fylgjast með dagskránni á þessu afmælisári á List án landamæra (listin.is)

Hátíðin á eins og áður segir 20 ára starfsafmæli og af því tilefni var bæði valin listamanneskja og listhópur hátíðarinnar í ár og héldu þau einkasýningar á haustmánuðum.

Einkasýning Sindra Ploders í Hafnarborg – Ef ég væri skrímsli 

Sýning Hlutverkaseturs - Að fíflast með fíflum í Menningarhúsinu Kópavogi

Á þessu afmælis ári berast hátíðinni góðir gestir, hópurinn Drag syndrome er breskur draghópur sem samanstendur af drottningum og kóngum með Downs heilkenni. Hópurinn sýnir í Þjóðleikhúsinu, heldur námskeið og býður uppá listamannsspjall.

Drag syndrome workshop
Hópurinn heldur námskeið föstudaginn 20.október kl 17-20 fyrir þá sem vilja prófa drag
skráning og frekari upplýsingar um námskeiðið hér: https://www.listin.is/dagskr-23/drag-syndrome-workshop-nmskei

Afmælispartý Listar án landamæra
Afmælispartý laugardaginn 21.október kl 19 haldið í Hafnarportinu, fram koma: Hljómsveit Fjölmenntar, Páll Óskar, Drag syndrome, Listvinnslan og fleiri frábær atriði
sjá meira um viðburðin hér:https://www.listin.is/dagskr-23/afmlispart

Sýning Drag syndrome í þjóðleikhúskjallaranum
Listamannaspjall og sýning í Þjóðleikhúskjallaranum þriðjudaginn 24.október
sjá nánar um viðburðin og kaupa miða hér:https://www.listin.is/dagskr-23/kabarett-drag-syndrome-og-flagar-jleikhskjallara