Tvær námsbrautir í boði á haustönn
Á haustönn verða tvær námsbrautir í boði, Heilsubraut og Listnámsbraut. Báðar brautirnar eru í 12 vikur og er kennt fjóra daga vikunnar 2-3 kennslustundir í senn.
Tilgangur listnámsbrautarinnar er að gefa fólki með flóknar samsettar fatlanir og takmörkuð tjáskipti tækifæri til aukins náms og þátttöku í listsköpun. Kennslugreinarnar eru fjórar: Leiklist, myndlist, textílmennt og tónlist. Námið er einstaklingsmiðað og miðar að virkni, þátttöku og valdeflingu í gegnum listsköpun.
Heilsubraut er fyrir alla þá sem vilja auka lífsgæði sín með hreyfingu, hollri matargerð og þekkingu á þeim þáttum sem stuðla að vellíðan í daglegu lífi. Kennslugreinarnar eru þrjár, líkamsrækt, heilsufræði og matreiðsla.