Umræðurfundur um notkun spjaldtölvu í daglegu lífi

Haldinn verður umræðufundur um notkun spjaldtölvu í daglegu lífi mánudaginn 3. febrúar kl. 13:00-14:00 í húsnæði Fjölmenntar, Vínlandsleið 14.

Stjórnendur og starfsfólk í búsetuþjónustu þátttakenda sem eru nýir á spjaldtölvunámskeiði á vorönn 2020 sem og aðstandendur þeirra eru sérstaklega hvattir til að taka þátt í umræðufundinum. En tenglar þeirra sem hafa áður verið á spjaldtölvunámskeiði sem og aðrir sem vilja auka notkun spjaldtölvu í daglegu lífi eru einnig velkomnir.

Megin markmið fundarins er að efla samstarf um nám þátttakenda hjá Fjölmennt og stuðla að því að það nýtist sem best í daglegu lífi. Einnig verður kynnt fyrirkomulag ráðgjafar og fræðslu hjá verkefnastjóra í Fjölmennt.

 

Áhugasamir eru beðnir að skrá sig með því að senda tölvupóst á helle@fjolmennt.is. Vinsamlegast tilgreinið hvaða þátttakanda/þátttakendum þið tengist við skráningu.