Undirbúningur haustannar

Starfsfólk Fjölmenntar er þessa daga að undirbúa sig fyrir komandi haustönn og er endurmenntun liður í því.
Á föstudaginn héldu Ástríður Stefánsdóttir siðfræðingur og Ásta Birna Ólafsdóttir þroskaþjálfi og sérkennari fyrirlestra fyrir starfsfólk Fjölmenntar. Ástríður fjallaði um "Er tungumál nauðsynleg forsenda sjálfræðis" og Ásta fjallaði um kennsluaðferðina "Rapid promting Method" (RPM).