Vatnslitir – haustlitirnir. Sýning í húsnæði Fjölmenntar.
12.10.2018
Á námskeiðinu „Vatnslitir – haustlitirnir“ var fylgst með því hvernig litirnir breytast í náttúrunni á haustin og gerðar tilraunir með að mála vatnslitamyndir í haustlitunum. Þátttakendur skissuðu, æfðu litablöndun og máluðu laufblöð, plöntur og greinar með vatnslitum á vatnslitapappír. Um miðbik námskeiðsins var farið í skemmtilega og fræðandi vettvangsferð í Grasagarðinn í Laugardal með leiðsögn frá starfsfólki garðsins.
Núna í lok námskeiðsins hafa þátttakendur hengt verkin sín upp í Fjölmennt í Vínlandsleið og bjóða gestum að skoða sýninguna sína sem stendur til 17. október. Opið er á skrifstofutíma Fjölmenntar.
Mynd Hildur Guðnýjardóttir