Vegna Covid-19
Vegna frétta síðustu daga vil ég ítreka að enginn komi á námskeið hjá Fjölmennt ef minnsti vafi leikur á að viðkomandi geti verið að veikjast. Okkur finnst mikilvægt að halda námskeiðum gangandi en til þess að það sé hægt verðum við öll að hjálpast að. Það þarf bara eitt smit og þá gætum við þurft að loka starfseminni um tíma og það viljum við ekki að gerist. Hugum vel að sóttvörnum og munum að við erum öll Almannavarnir.
Öll námskeið Fjölmenntar sem haldin eru í húsnæði okkar í Vínlandsleið eru í gangi en við höfum orðið að fella niður nokkur námskeið sem haldin eru annars staðar. Það verður hringt í þátttakendur þessara námskeiða þegar hægt er að hefja þau á ný.
Með bestu kveðju,
Helga Gísladóttir
forstöðumaður