Velkominn til starfa Oddbergur!

Oddbergur Eiríksson hefur hafið störf sem forstöðumaður Fjölmenntar. Oddbergur hefur undanfarin 15 ár starfað hjá Sjónstöðinni, meðal annars sem fagstjóri útgáfusviðs auk fleiri starfa innan miðstöðvarinnar.

Oddbergur er með M.Paed–gráðu í íslensku, diplóma í vefmiðlun frá Háskóla Íslands og lauk í vor MBA-námi frá Háskólanum í Reykjavík.

Við bjóðum Oddberg velkominn til starfa og hlökkum til samstarfsins.